Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik á árinu með minnsta mun, 88 – 87, gegn sterku liði KR í Frostaskjólinu í kvöld.

Leikurinn æsispennandi og skiptust liðin á forystu allan leikinn og var húsið um það bil að springa þegar það voru 5 sekúndur eftir og Stjarnan með boltann.
Stjörnumenn börðust vel og gerðu þeir allt sem þeir gátu til þess að ná sigrinum í kvöld en það gekk ekki að sinni en það er stutt í næsta leik þegar Stjarnan tekur á móti Grindavík, mánudaginn 11. mars klukkan 19:15.

Frábær leikur og frábær stemning í Frostaskjólinu og veitir á gott fyrir úrslitakeppnina sem er framundan.

Skíni Stjarnan 🌟