Stjarnan og Fram háðu einvígi í gær um að komast í úrslitaleikinn í Coca Cola bikarnum sem verður á laugardaginn, og spila á móti Val sem hafði fyrr um daginn lagt ÍBV sannfærandi að velli.

Það má segja að leikur Stjórnunar hafi aldrei náð neinu flugi, Stjarnan byrjaði vel og kemst í 3 – 1 á upphafsmínútum  leiksins og síðan ekki söguna meir, Fram tók öll völd á vellinum og skoraði 8 mörk í röð og breyttir stöðunni í 3 – 8, eftir það var á brattan að sækja , sem endaði með 11 marka ósigri.

Miðað við leikinn í síðustu viku á mót Fram einmitt þá átti maður satt að segja von á miklum baráttu leik, en raunin varð önnur, stjörnustelpur virtust stressaðar, mikið um tæknifeila og þær voru að láta markmann Fram verja hjá sér úr góðum færum eða þá að þær skutu í stöng eða slá, voru  ekki alveg tilbúnar í þennan leik.

Myndaveislu má sjá hér á síðunni frá leiknum og frá undirbúnigi í TM höllinni.

Markaskorara fyrir Stjörnuna

Þórhildur Gunnarsdóttir – 
Elísabet Gunnarsdóttir – 
Rakel Dögg Bragadóttir – 
Stefanía Theodórsdóttir – 
Þórey Anna Ásgeirsdóttir – 2 / 2 
Kristín Guðmundsdóttir – 
Hanna Guðrún Stefánsdóttir – 1 / 1

Markvarsla

Hildur Öder Einarsdóttir – 11 / 1
Írena Björk Ómarsdóttir –