Kvennalið Stjörnunnar í handbolta er að fara í höllina í dag og spila í undaúrslitum í Coka Cola bikarkeppninni, en eins og flestir vita þá er þetta flaggskip félagsins í titlum talið í öllum keppnum, og enn eina ferðina er félagið á leið í að spila um titil.

Liðið vann síðast bikarinn 2016 og 17 og fimm ár í röð spilaði félagið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðast 2017.

Veturinn í vetur hefur verið erfiður fyrir kvennalið Stjörnunnar, miklar breytingar á liðinu, og svo komu nýir þjálfarar að þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Garðabænum, en liði er í 6 sæti í deild, og er nokkuð öruggt um að halda sæti sínu, en allt getur gerst í handbolta.

Stjarnan ætlar að vera með mikla hátíð í TM höllinni í dag, sem byrjar kl 17.30 þar sem grillaðir verða hamborgarar, við hvetjum fólk til að mæta, og einnig á leikinn sem byrjar kl 20.15.

Áfram Stjarnan
Skíni Stjarnan