Stjarnan og Fram mættist í TM höllinni í kvöld, og úr varð hörkuleikur þar sem að Fram marði sigur eftir að hafa verið undir 17 – 15 í hálfleik.

Varn­ar­leik­ur beggja liða var ekki merki­leg­ur í fyrri hálfleik. Hraðinn var mik­ill í leikn­um. Þegar þetta tvennt fór sam­an var ekki að sök­um að spyrja. Mörk­un­um rigndi og þau urðu alls 32 í fyrri hálfleik. Stjarn­an var yfir, 17:15, að hon­um lokn­um eft­ir að hafa verið lengst af með naumt for­skot. Fram-liðinu tók að ná tveggja marka for­ystu rétt um miðjan hálfleik­inn, 11:9, en hélst illa á for­skoti sínu þegar upp­stillt­ur sókn­ar­leik­ur liðsins tók að bregðast.

Fram tókst að snúa leikn­um sér í hag á fyrstu tíu mín­út­um leiks­ins og kom­ast tveim­ur mörk­um yfir, 21:19. For­skotið ent­ist stutt og um miðjan síðari hálfleik hafði Stjarn­an jafnað met­in, 22:22. Var þar að verki Hanna Guðrún Stef­áns­dótt­ir eft­ir hraðaupp­hlaup.

Fram komst í fyrsta sinn í þriggja marka for­ystu, 25:22, þegar rétt­ar tíu mín­út­ur voru til leiks­loka.  Fram-liðinu tókst að hanga á for­skot­inu til leiks­loka þótt litlu hafi munað og Stjörnuliðið sótt hart að gest­um sín­um.

Varn­ar­leik­ur beggja liða var mun skarp­ari í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Stjarn­an beitti áfram 5/​1 vörn með Hönnu Guðrún fremsta gegn leik­stjórn­anda Fram, Kar­en Knúts­dótt­ur. Fram lék 6/​0 vörn sem var mun virk­ari en áður enda skoraði Stjarn­an aðeins 11 mörk í síðari hálfleik.

Rakel Dögg Braga­dótt­ir var marka­hæst hjá Stjörn­unni með átta mörk. Næst var Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir með fimm eins og Stef­an­ía Theo­dórs­dótt­ir. Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir skoraði níu mörk fyr­ir Fram. Kar­en Knúts­dótt­ir og Stein­unn Björns­dótt­ir skoruðu fimm mörk hvor.

Þetta var bara forsmekkurinn að því sem koma skal, en í næsti viku fer fram final 4 í Coca Cola bikarkeppninni , þar sem þessi leið mætast einnig í mikilli handboltaveislu sem fer þar fram.

Myndir: Eva Björk