Stjarnan og Fram mættist í TM höllinni í kvöld, og úr varð hörkuleikur þar sem að Fram marði sigur eftir að hafa verið undir 17 – 15 í hálfleik.
Varnarleikur beggja liða var ekki merkilegur í fyrri hálfleik. Hraðinn var mikill í leiknum. Þegar þetta tvennt fór saman var ekki að sökum að spyrja. Mörkunum rigndi og þau urðu alls 32 í fyrri hálfleik. Stjarnan var yfir, 17:15, að honum loknum eftir að hafa verið lengst af með naumt forskot. Fram-liðinu tók að ná tveggja marka forystu rétt um miðjan hálfleikinn, 11:9, en hélst illa á forskoti sínu þegar uppstilltur sóknarleikur liðsins tók að bregðast.
Fram tókst að snúa leiknum sér í hag á fyrstu tíu mínútum leiksins og komast tveimur mörkum yfir, 21:19. Forskotið entist stutt og um miðjan síðari hálfleik hafði Stjarnan jafnað metin, 22:22. Var þar að verki Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir hraðaupphlaup.
Fram komst í fyrsta sinn í þriggja marka forystu, 25:22, þegar réttar tíu mínútur voru til leiksloka. Fram-liðinu tókst að hanga á forskotinu til leiksloka þótt litlu hafi munað og Stjörnuliðið sótt hart að gestum sínum.
Varnarleikur beggja liða var mun skarpari í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Stjarnan beitti áfram 5/1 vörn með Hönnu Guðrún fremsta gegn leikstjórnanda Fram, Karen Knútsdóttur. Fram lék 6/0 vörn sem var mun virkari en áður enda skoraði Stjarnan aðeins 11 mörk í síðari hálfleik.
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. Næst var Þórey Anna Ásgeirsdóttir með fimm eins og Stefanía Theodórsdóttir. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram. Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu fimm mörk hvor.
Þetta var bara forsmekkurinn að því sem koma skal, en í næsti viku fer fram final 4 í Coca Cola bikarkeppninni , þar sem þessi leið mætast einnig í mikilli handboltaveislu sem fer þar fram.
Myndir: Eva Björk