Bæjarfulltrúar Garðabæjar tóku gullið í fyrsta sinn á árlegu þorramóti íþróttafélagsins Fjarðar í boccia um síðastliðna helgi. Rétt er að geta þess að fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem tóku einnig þátt komust ekki einu sinni í úrslit í þetta sinn! 😃🥇 
Um er að ræða árlegt mót Fjarðar sem vinnur gott starf við að bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir börn og fullorðna sem eru andlega og/eða líkamlega fatlaðir.

garðabær.is