Fór leik­ur­inn fram á Ak­ur­eyri og endaði 28:28 en Stjarn­an hafði rót­burstað KA-menn fyrr í vet­ur í Garðabæn­um.

Leik­ur­inn var sér­lega mik­il­væg­ur fyr­ir liðin. Bæði voru með tólf stig fyr­ir leik­inn og sig­ur­veg­ar­inn myndi slíta sig bet­ur frá botn­bar­átt­unni og jafn­framt koma sér í meiri séns á að ná sæti í átta liða úr­slita­keppn­inni.

Fyrri hálfleik­ur var ein skemmt­un frá upp­hafi til enda. Stjarn­an byrjaði bet­ur og komst strax í 2:0. Hinn nýbakaði faðir, Jov­an Kukobat, í marki KA hrökk þá í gang og KA-menn sneru leikn­um sér í vil. Stjarn­an tók leik­hlé í stöðunni 6:4 og tók eft­ir það mik­inn sprett. KA-menn voru í mikl­um vand­ræðum með að kom­ast í gegn­um varn­ar­múr Stjörn­unn­ar og allt í einu leiddu gest­irn­ir 11:8. KA náði loks að höggva á ein­hvern hnút og jafnt var í hálfleik, 13:13.

KA byrjaði seinni hálfleik­inn vel og komst í 17:15. Þá brá Rún­ar Sig­tryggs­son á það ráð að senda son sinn á vett­vang, en hann er aðeins 16 ára. Andri Már Rún­ars­son kom fersk­ur inn og Stjarn­an sneri leikn­um sér í hag. KA var í tómu tjóni á kafla en náði sér aft­ur í gang og jafnaði leik­inn 24:24 þegar skammt var eft­ir. Á lokakafl­an­um leiddu bæði lið en KA kreisti fram jafn­tefli með því að skora úr víti skömmu fyr­ir leiks­lok. Loka­töl­ur urðu 28:28 og verður jafn­teflið að telj­ast sann­gjarnt. Hvort lið fær stig og er í ör­lítið betri stöðu gagn­vart fallsæt­un­um en fyr­ir leik.