Aron Dag­ur Páls­son, hand­knatt­leiksmaður úr Stjörn­unni, er í sigti sænska úr­vals­deild­ar­fé­lags­ins Al­ingsås sem leit­ar arf­taka Mis­hels Liaba í stöðu vinstri skyttu.

Aron Dag­ur mun vera einn af fleir­um sem koma til greina í hlut­verkið og hef­ur átt í viðræðum við Al­ingsås auk þess sem Seltirn­ing­ur­inn hef­ur úr fleiri kost­um að velja. 

Aron Dag­ur, sem er 22 ára gam­all, hef­ur skorað 70 mörk í 15 leikj­um fyr­ir Stjörn­una í Olís-deild­inni í vet­ur. Hann er upp­al­inn hjá Gróttu en hef­ur verið hjá Stjörn­unni frá sumr­inu 2017.

Al­ingsås er sem stend­ur í 7. sæti af 14 liðum í sænsku úr­vals­deild­inni, með 32 stig eða aðeins tveim­ur stig­um frá 2. sæti. Þess má geta að Ásbjörn Friðriks­son, spilandi aðstoðarþjálf­ari FH, lék með Al­ingsås tíma­bilið 2011-2012 en skipti aft­ur yfir til FH snemma á sínu öðru tíma­bili í Svíþjóð.

mbl.is greindi frá