Haukar unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 28-23, í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mýrinni í Garðabæ.

Mikið var skorað í fyrri hálfleik en að honum loknum leiddu þær rauðklæddu með sex mörkum, 15-9. Sigurinn var svo aldrei í hættu og góður sigur Hauka í Garðabæ.

Berta Rut Harðardóttir var markahæst í liði Hauka en hún gerði sjö mörk og Maria Ines Pereira bætti við sex mörkum.

Haukarnir eru eftir sigurinn komnar aftur upp í þriðja sæti deildarinnar en Stjarnan er í sjötta sætinu.

Það er ljóst að það er eitthvað mikið að í Garðabænum, úti línan hjá Stjörnunni er með mikla reynslubolta og leikmenn sem hafa unni alla tittla sem hægt er að vinna á Íslandi….hvað er þá að ? leikur liðsins einkennist af röngum ákvörðunum, leikmenn gera sig seka um mikið af tæknifeilum, og klára ekki færin sín….það er ekki alltaf hægt að benda á markmannstöðuna hjá félaginu, eins og flestir vita þá gekk Guðrún Óska til félagsins fyrir þetta tímabil, en meiddist í fyrsta leik, og er sennilega búin að spila sinn síðsta leik í handbolta. Stjarnan hefur fengið góða markvörslu í nokkrum leikjum, en tapa samt, af því að vörnin er slök.