Nú í há­deg­inu var dregið til átta liða úr­slit­anna í bik­ar­keppni karla -og kvenna í hand­knatt­leik, Coca Cola bik­arn­um.

Eyja­menn eiga titil að verja í karla­flokki og mót­herj­ar þeirra í átta liða úr­slit­um verða ÍR-ing­ar en leik­ur­inn fer fram í Eyj­um. 

Liðin tvö úr 1. deild­inni sem eft­ir eru í keppn­inni, Fjöln­ir og Þrótt­ur, dróg­ust sam­an en hinar þrjár viður­eign­irn­ar eru á milli liða í Olís­deild­inni.

Í kvenna­flokki er Fram ríkj­andi meist­ari en Fram mæt­ir Sel­fossi á úti­velli en Sel­fyss­ing­ar verma botnsætið í Olís-deild­inni. FH, eina lið 1. deild­ar kvenna sem er eft­ir í keppn­inni, fékk heima­leik gegn toppliði Olís­deild­ar­inn­ar, Val.

Það er ljóst að það verður við rammann reip að draga að fara á Ásvelli, en dráttin má sjá hér að neðan.

Drátt­ur­inn varð þessi:

Karl­ar:
Fjöln­ir – Þrótt­ur
Aft­ur­eld­ing – FH
ÍBV – ÍR
Sel­foss – Val­ur

Kon­ur:
FH – Val­ur
ÍBV – KA/Þ​ór
Hauk­ar – Stjarn­an
Sel­foss – Fram

Átta liða úr­slit­in fara fram 18.-20. fe­brú­ar en liðin sem kom­ast í undanúr­slit­in tryggja sér far­seðil­inn í Laug­ar­dals­höll­ina þar sem leikið verður til úr­slita 7.-9. mars.