Stjarn­an og Breiðablik leika til úr­slita um fyrsta bik­ar­inn í knatt­spyrn­unni á ár­inu 2019 en það varð ljóst í kvöld eft­ir að Stjarn­an sigraði ÍA, 2:0, í síðasta leikn­um í riðlakeppni Fót­bolti.net móts­ins í Kórn­um í Kópa­vogi.

Guðjón Bald­vins­son og Trist­an Freyr Ing­ólfs­son skoruðu mörk Garðbæ­inga með mín­útu milli­bili um það bil fimmtán mín­út­um fyr­ir leiks­lok.

ÍA hefði nægt jafn­tefli til að vinna riðil­inn en Stjarn­an náði efsta sæt­inu með 7 stig. ÍA fékk 6 stig, FH 4 en Kefla­vík ekk­ert.

Í B-riðlin­um sem lauk um síðustu helgi fékk Breiðablik 7 stig, HK 5, Grinda­vík 4 stig en ÍBV ekk­ert.

Stjarn­an og Breiðablik leika því um sig­ur­inn á mót­inu en þetta er þriðja árið í röð sem Garðabæj­arliðið spil­ar til úr­slita. Stjarn­an vann í fyrra. ÍA og HK leika um þriðja sætið, FH og Grinda­vík um fimmta sætið og Kefla­vík og ÍBV leika um sjö­unda sætið.