Helena kem­ur til franska fé­lags­ins frá Byå­sen í Nor­egi, þar sem hún lék í eitt og hálft ár. Þar á und­an var hún í Stjörn­unni. 

Helena er 24 ára vinstri skytta. Hún gæti leikið sinn fyrsta leik fyr­ir Dijon 9. fe­brú­ar næst­kom­andi. Dijon er í tí­unda sæti af tólf liðum í efstu deild Frakk­lands og er liðið búið að vinna tvo leiki, gera tvö jafn­tefli og tapa ell­efu leikj­um á tíma­bil­inu.

Íslenska landsliðskon­an gæti leikið sinn fyrsta leik 9. fe­brú­ar næst­kom­andi er liðið mæt­ir Bourg De Pea­ge á úti­velli, en aðeins eitt stig skil­ur liðin að og því um mik­il­væg­an leik að ræða. 

mbl.is