Sigurður Ottósson, aðstoðarverkstjóri í Þjónustumiðstöð Garðabæjar er að hætta störfum vegna aldurs eftir 44 ár sem starfsmaður Garðabæjar.
Sigurður Ottósson, aðstoðarverkstjóri í Þjónustumiðstöð Garðabæjar er að hætta störfum vegna aldurs eftir 44 ár sem starfsmaður Garðabæjar. Í morgun, 25. janúar var haldin kveðjustund fyrir Sigurð á bæjarskrifstofum Garðabæjar þar sem honum var þakkað fyrir samfylgdina og vel unnin störf í öll þessi ár.
Þess má geta að eiginkona Sigurðar, Alda Kolbrún Helgadóttir, deildarstjóri á leikskólanum Bæjarbóli, hefur einnig starfað í áratugi hjá Garðabæ.