Nr 12 lagt til hliðar í Mathús Garðabæjarhöllinni!

Það var hátíðardagur hjá körfuboltaáhugafólki í Garðabænum í gær. Langþráðar nýjar stúkur voru teknar í notun og það sem meira var að Justin Shouse var heiðraður fyrir hans framlag til Stjörnunnar og Garðabæjar. Teyja nr 12 sem Justin lék í allann sinn feril hjá Stjörnunni og viðar hefur nú verið hengd uppí rjáfur og það númer verður ekki notað meir hjá Stjörnunni í körfubolta.
Justin kom til félagsins haustið 2008, hann lék 9 tímabil með félaginu, alls 297 leiki. hann varð þrívegis bikarmeistari, lék tvívegis til úrslita um íslandsmeistaratitilinn auk þess að vera valinn íþróttamaður Garðabæjar. Einnig á Justin stoðsendingarmet í efstu deild sem hann setti setti gegn Grindavík í febrúar 2016.

Til hamingu Justin!

karfan.is