Stjarnan er með bæði karla og kvennaliðið í undaúrslitum í körfubolta, sem verður spilað um miðjan febrúar, eftir sigur á ríkjandi bikameisturum Tindastóls í gærkveldi, þar með varð Stjarnan síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysis-bikar karla í körfubolta eftir 81-68 sigur á ríkjandi bikarmeisturum, Tindastól, í Síkinu í kvöld.

Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu af miklum krafti og voru að hitta afar vel í fyrsta leikhlutanum. Þeir leiddu 27-16 eftir fyrsta leikhlutann en annar bragur var á heimamönnum í öðrum leikhluta sme náðu að minnka muninn niður í fjögur stig fyrir hlé, 46-42.

Afleitlega gekk sóknarleikur Tindastóls í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu einungis átta stig gegn 23 stigum Stjörnumanna sem voru komnir í þægilega stöðu fyrir fjórða leikhlutann. Þar sigldu Stjörnumenn öruggum sigri í hús en lokatölurnar urðu 81-68.

Brandon Rozzell átti afar góðan leik fyrir Stjörnuna. Hann skoraði að endingu 21 stig. Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson var einnig öflugur sem fyrr hjá þeim bláklæddu. Hann gerði 21 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Í flötu liði Stólanna var það hálfmeiddur Urald King sem var stigahæstur. Hann skoraði sextán stig og tók sex fráköst. Næstur var það Pétur Rúnar Birgisson sem gerði tólf stig. Hann bætti við átta fráköstum og átta stoðsendingum.

KR, Stjarnan, Njarðvík og ÍR verða því í pottinum er dregið verður í undanúrslitin á morgun. Úrslitahelgin verður spiluð um miðjan febrúar.

visir.is