Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Skallagrím í Geysisbikar kvenna í dag þar sem Dani Rodgriguez skoraði 29 stig.

Leikurinn var hluti af 8-liða úrslitum Geysisbikarsins en Stjarnan var með yfirhöndina allan leikinn og fór með átta stiga forskot í hálfleikinn.

Í seinni hálfleiknum jókst forskot Stjörnunnar meira og meira og var lokastaðan 71-49.

Dani Dodriguez var stigahæst í leiknum með 29 stig, en næst á eftir henni í liði Stjörnunnar var Ragnheiður Benónísdóttir með 16 stig. Stigahæst í liði Skallagríms var Sheqiula Joseph með 19 stig.

Annar leikur í 8-liða úrslitunum fer fram í kvöld en það er viðureign Snæfells og Hauka.