Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Hönnunarsafn Íslands fimmtudaginn 10. janúar sl. Hönnunarsafnið er staðsett að Garðatorgi 1 í Garðabæ og er safnið rekið af Garðabæ en fær jafnframt árlegt framlag frá ríkinu til rekstursins. 

Í safninu tóku á móti henni Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Eiríkur Björn Björgvinsson, nýr forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs ásamt stjórn safnsins sem er skipuð þeim Stellu Stefánsdóttur formanni, Krístínu Björgvinsdóttur og Guðlaugi Kristmundssyni. 

Gengið var um húsakynni safnsins og heilsað upp á hönnuði sem voru þar að störfum í opinni vinnustofu í anddyri safnsins og einnig á efri hæð safnsins. Sýningin ,,Safnið á röngunni með Einari Þorsteini“ var skoðuð og sagt frá fræðslustarfssemi safnsins og möguleikum tengdum fræðslu fyrir börn og ungmenni sérstaklega. 

Á vef Hönnunarsafnsins má sjá frétt um heimsóknina og þar er einnig að finna upplýsingar um sýningar safnsins hverju sinni. 

Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í Hönnunarsafn Íslands
Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í Hönnunarsafn Íslands

Heimsótti einnig FG

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti einnig Fjölbrautaskólann í Garðabæ þennan sama dag en markmið heimsóknarinnar þar var að skoða sérstaklega starf skólans í listum og skapandi greinum.

Sjá frétt hér á vef FG um heimsóknina.