Áhorfendur á íþróttahátíð Garðabæjar 2018

Íþróttahátíð Garðabæjar verður haldin í fimleikasalnum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 13-15.  Á hátíðinni verður tilkynnt um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar.  

Auk þess verða veittar viðurkenningar fyrir: 

  • „Landsliðsþátttöku“ í fyrsta skipti með A-landsliði, eða keppni með U-landsliði
  • „Árangur á erlendum vettvangi“ 
  • „Framúrskarandi árangur íþróttafólks í Garðabæ á liðnu ári“, en það eru þeir sem hlotið hafa Íslands-, bikar- eða deildarmeistaratitla eða sett Íslandsmet á árinu
  • Lið ársins í hópíþróttum verður útnefnt og Þjálfari ársins verður einnig útnefndur
  • Sérstök heiðursviðurkenning er veitt fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsmála

Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar verða með tónlistaratriði og börn úr fimleikadeild Stjörnunnar sýna listir sínar. Boðið er til kaffisamsætis strax að lokinni verðlaunaafhendingu í forsal fimleikahússins.

Hér má sjá lista yfir þá sem fá viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku, árangur á erlendum vettvangi og framúrskarandi árangur.   
Allir sem eru á listanum hafa fengið boðsbréf sent heim.  Jafnframt eru allir áhugasamir velkomnir að vera viðstaddir hátíðina á sunnudaginn. 

https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/ithrottahatid-gardabaejar-verdur-haldin-6.-januar