Stjarnan fer vel af stað í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína til þessa en í kvöld fóru fram þrír leiki í 2. umferð deildarinnar.
Stjarnan vann nokkuð öruggan sigur á nýliðunum í KR í Frostaskjólinu þótt úrslitin séu 78:74. KR saxaði á forskot Stjörnunnar á lokakafla leiksins. Danielle Victoria Rodriguez átti stórleik og skoraði 38 stig en hjá KR skoraði Diana Johnson 30.
KR – Stjarnan 74:78
DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 10. október 2018.
Gangur leiksins:: 0:3, 0:13, 0:17, 4:19, 12:24, 14:28, 18:34, 27:39, 33:43, 38:49, 40:51, 46:61, 53:65, 55:69, 63:72, 74:78.
KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O’Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Runarsson.
Áhorfendur: 99