Sebastian Alexandersson í leiknum í dag.
Sebastian Al­ex­and­ers­son í leikn­um í dag. Ljós­mynd/​Sig­fús Gunn­ar

Sebastian Al­ex­and­ers­son, þjálf­ari Stjörn­unn­ar í Olís-deild kvenna í hand­knatt­leik, var ánægður með ým­is­legt hjá sínu liði en tek­ur ábyrgðina á sig eft­ir tap fyr­ir ÍBV, 27:25, í fyrstu um­ferð deild­ar­inn­ar í Eyj­um í dag.

„ÍBV-liðið er bara í sér­flokki þegar það kemst á skrið. Það voru mis­tök af minni hálfu að hafa ekki tekið leik­hlé og stoppað það í fæðingu. Ef þú miss­ir stjórn­ina á leik­hraðanum þá eru leik­menn ÍBV al­veg stór­kost­leg­ar. Við töluðum um að stjórna hraða leiks­ins og gerðum það lengst af. Miðað við hvað ÍBV skoraði mörg mörk úr hraðaupp­hlaup­um þá er ég mjög stolt­ur að hafa bara fengið 27 mörk á mig, það seg­ir að varn­ar­leik­ur­inn sé geggjaður. Við erum að gera svo­lítið nýtt í vörn sem ég er hrika­lega spennt­ur fyr­ir,“ sagði Sebastian meðal ann­ars við mbl.is.

Varðandi mark­miðin fyr­ir tíma­bilið var Sebastian hrein­skil­inn.

„Ég er nýr maður á nýj­um stað með nýja leik­menn þar sem eng­inn þekk­ir hvern ann­an og við erum að fara af stað á núllpunkti. Mark­miðin okk­ar eru að fara í hvern leik til að vinna, þó það sé klisja. Við get­um ekki myndað okk­ur mark­mið á meðan við þekkj­umst ekki neitt,“ sagði Sebastian Al­ex­and­ers­son við mbl.is.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir í leiknum í dag.
Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir í leikn­um í dag. Ljós­mynd/​Sig­fús Gunn­ar

Ger­um þetta erfitt fyr­ir okk­ur sjálf­ar

Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir, markvörður ÍBV, var að von­um ánægð eft­ir að liðið vann Stjörn­una.

„Ég er alltaf ánægð með sig­ur, tvö stig eru alltaf mik­il­væg. Þessi góði kafli sem við náðum í vörn­inni í fyrri hálfleik skilaði þessu hjá okk­ur þar sem við náðum að refsa þeim. Við fór­um með sex marka for­skot inn í seinni hálfleik, en hann var svo­lítið erfiður hug­ar­fars­lega séð. Við vor­um of upp­tekn­ar við að halda for­skoti en að bæta í,“ sagði Guðný við mbl.is.

Guðný átti sjálf hörku­leik í mark­inu og varði 16 skot. „Jájá, en samt pínu pirruð út í mig í seinni hálfleik.“

En hvernig leggst kom­andi tíma­bili í hana og Eyjaliðið?

„Þetta leggst mjög vel í mig. Æfinga­leik­irn­ir sem við náðum að taka finnst mér hafa lofað mjög góðu. Við þurf­um að ein­beita okk­ur að því að fá meiri stöðug­leika í spilið, að við séum ekki að detta í það að skíta upp á bak eins og við lent­um í hér í seinni hálfleik. Við ger­um þetta erfiðara fyr­ir okk­ur en við þurf­um,“ sagði Guðný við mbl.is.

mbl.is