ÍBV vann Stjörn­una í hörku­leik

Sandra Dís Sigurðardóttir er hér komin í gegnum vörn Stjörnunnar ...
Sandra Dís Sig­urðardótt­ir er hér kom­in í gegn­um vörn Stjörn­unn­ar í leikn­um í Eyj­um í dag. Ljós­mynd/​Sig­fús Gunn­ar
ÍBV sigraði Stjörn­una með tveggja marka mun 27:25 í fyrsta leik liðanna í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV var sterk­ari aðil­inn í leikn­um og áttu frá­bær­an sprett und­ir lok fyrri hálfleiks sem lagði grunn­inn að sigr­in­um.

Staðan í hálfleik var 17:11 eft­ir að Stjörnu­kon­ur höfðu leitt 9:10 tíu mín­út­um áður, al­veg af­leit­ur kafli hjá gest­un­um þar. Bilið var of mikið en Stjörnu­kon­ur eyddu miklu púðri í það að brúa þetta bil. Mun­ur­inn var mest­ur átta mörk en minnst tvö mörk í stöðunni 27:25 sem voru ein­mitt loka­töl­ur leiks­ins.

Sandra Dís Sig­urðardótt­ir dró vagn­inn í marka­skor­un Eyja­kvenna en hún átti einnig flott­an leik varn­ar­lega, hún skoraði sex mörk. Næst­ar á eft­ir henni voru Greta Kavaliu­skaite með fimm mörk og þær Karólína Bæhrenz og Ester Óskars­dótt­ir með fjög­ur mörk. Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir átti flott­an leik í mark­inu og varði sex­tán skot.

Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir gerði níu mörk í liði Stjörn­unn­ar, Stef­an­ía Theo­dórs­dótt­ir og Þór­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir gerðu fimm mörk. Guðrún Ósk Marías­dótt­ir átti stór­leik í ramm­an­um þar sem hún varði nítj­án skot og þar af eitt ví­tak­ast.

mbl.is