Smalinn framlengir! Stjarnan hefur samið við fyrirliða félagsins, Baldur Sigurðsson til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2020. Baldur kom til félagsins fyrir tímabilið 2016 frá Sönderjyske í Danmörku og hefur verið Stjörnunni gríðarlega mikilvægur í markmiði félagsins að festa sig í sessi sem eitt af allra bestu liðum Íslands. Ekki er verra að tveir ungir og efnilegir smalar fylgja honum hjá Stjörnunni að minnsta kosti næstu árin! facebook síða