Rúnar Sigtryggsson nýr þjálfari Stjörnunar fer vel af stað með sitt lið, Stjarnan tók þátt í Greifa mótinu á Akureyri um helgina, og stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu alla leiki sína nokkuð sannfærandi.

Grótta byrjaði betur í úrslitaleiknum en eftir fimm mínútur náðu Stjörnumenn að komast yfir og létu forystuna ekki frá sér aftur. Lokatölur í leiknum urðu 26-22.

Egill Magnússon og Leó Snær Pétursson voru atkvæðamestir í liði Stjörnunnar með 9 og 7 mörk hvor. Hjá Gróttu var Jóhann Reynir Gunnlaugsson með 9 mörk og Magnús Öder gerði 7.