Hvatapeningar ársins 2018 eru 50.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá nú hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2000-2013.

Athugið að hvatapeningar fyrnast alltaf um áramót. Það þýðir að ráðstafa verður hvatapeningum fyrir áramót og skila inn kvittun til endurgreiðslu þegar það á við. Hvatapeningar ársins 2018 eru aðeins greiddir út á árinu 2018.

Hvatapeninga 2018 er hægt að nýta vegna reikninga sem eru gefnir út á árinu 2017 og 2018.

Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki.

Ungmenni í þremur elstu árgöngunum, þ.e. þau sem eru fædd 2000, 2001 og 2002 geta fengið hvatapeninga greidda vegna kaupa á korti í líkamsræktarstöð.

Frá janúar 2017 er hægt að nýta hvatapeninga til þess að greiða niður tónlistarnám, bæði í Tónlistarskóla Garðabæjar og öðrum tónlistarskólum.

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Ástæða þess að sveitarfélög um land allt hafa tekið upp slíkar hvatagreiðslur eru niðurstöður langtíma rannsókna á líðan íslenskra barna og ungmenna. Rannsóknirnar sýna að þátttaka í slíku starfi, sem nær yfir að minnsta kosti 10 vikur, hefur marktæk áhrif á bætta vellíðan og minni „vandamál“. Íþróttastarf og skátastarf vegur þar langþyngst á metum.

Úthlutun peninganna fer fram í gegnum skráningarkerfið Nóra vegna starfs hjá þeim félögum sem tengd eru við skráningarkerfi Nóra.  Bæði er hægt að nýta hvatapeningana beint hjá félögum innan Garðabæjar sem og í öðrum sveitarfélögum.  Þegar hvatapeningar eru nýttir í gegnum skráningarkerfi Nóra þarf að haka í kassann „Nota hvatapeninga Garðabæjar“ og þá lækkar upphæð æfingagjalda um þá upphæð sem nemur inneign hvatapeninga fyrir barnið.  Ef félög eru ekki tengd við skráningarkerfið Nóra þarf að koma reikningi til þjónustuvers Garðabæjar með upplýsingum um upphæð hvatapeninga sem á að nýta sem og upplýsingum um hvert á að endurgreiða.

Leiðbeiningar um notkun hvatapeninga

Tvær leiðir til að nýta hvatapeninga

Ekki þarf lengur að úthluta hvatapeningum á Minn Garðabær.  Auðveldasta leiðin til að nýta hvatapeninga er að nýta þá beint í gegnum þau félög sem eru tengd Nóra skráningarkerfinu.  Hinn möguleikinn er að koma með reikning frá félaginu í þjónustuver Garðabæjar og fá hvatapeninga endurgreidda.  Ferli þessara tveggja möguleika má sjá hér að neðan.

Hvatapeningar – Nóri

Hvatapeningar – önnur félög ekki tengd Nóra

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Garðabæjar í síma 525 8500 eða í netfangi

gardabaer.is